Hvar skyldi Nelson Mandela halda uppá afmælið sitt?

Ég hef stundum velt fyrir mér hvar ég er staddur í heiminum. Mér finnst að ef ég er Íslendingur og bý á Íslandi eigi sjónarhorn mitt á heiminn að vera íslenskt, en ekki til dæmis danskt, breskt, norskt, bandarískt eða japanskt. Ef sjónarhorn mitt tengist uppruna mínum og búsetu á þennan hátt finnst mér að ég að vita mest um mitt nánasta umhverfi, fólk það sem næst mér er, atburði sem næst mér gerast og mestu skipta fyrir mig og fjölskyldu mína, en minna og minna eftir því sem  fólk, lönd og tíðindi eru fjær. Þetta finnst mér vera eðlilegt sjónarhorn.

Hvar sem ég fer um heiminn hef ég tekið eftir að  sjónarhornið breytist og það sér maður best á fréttaflutningi í fjölmiðlum. Norðmenn hafa mestan áhuga á norskum fréttum, til dæmis veðrinu í Noregi, og þeir segja grannt frá þeim alþjóðlegu viðburðum sem vekja áhuga Norðmanna, olíuverði og þessháttar. Fjölmiðlar standa líka á misháum sjónarhóli. Sumir sjá um verold víða, aðrir ekki út fyrir túngarðinn hjá sér. Bretar segja meira frá breskum tíðindum, breskum stjórnmálum og breskum áhugamálum, t.d. krikket, sem aldrei sést norska sjónvarpinu, og Bandaríkjamenn segja fréttir frá sínum sjónarhóli sem okkur Evrópumönnum þykir iðulega furðulega lágur og sveitó -- miðað við að Bandaríkjamenn eru heimsveldi. 

Þegar ég horfi á íslenskt sjónvarp eða les blöðin velti ég oft fyrir mér hvort þeir samlandar mínir sem fengið hafa vinnu á fréttastofum hafi einhverja allt aðra sýn á heiminn en ég. Stundum er eins og þeir sjái heiminn út um þröngan glugga einhvers staðar í New York eða Washington, en ekki frá Íslandi.

Tilefni þessara hugleiðinga núna er það að í kvöld sá ég í fréttum Norska sjónvarpsins að Nelson Mandela átti afmæli í dag, hann varð 91 árs.  Sýndar voru myndir úr afmæli hins aldna höfðinga þar sem hann sást blása á afmæliskerti, umvafinn fjölskyldu sinni og vinum. Sýnd voru brot úr veislunni en þess getið að hann væri nú orðinn nokkuð hrörlegur og vildi helst vera heima. Í síðari hluta fréttarinnar var talað um áhrif hans og frægð um heimsbyggðina og minnst á haldið hefði verið uppá daginn víða um heim. 

Íslenska sjónvarpið sagði líka frá afmæli Nelsons Mandela. Í þeirri frétt var byrjað á að tala um að afmælinu hefði verið fagnað víða um heim, meðal annars í New York. Síðan beindust myndavélarnar af einhverjum hópi afmælisgesta í New York eins og þar hefði aðalafmælishátíðin átt að vera. Talað var um að reynt hefði verið að fá Mandela til að koma en því miður hefði hann ekki treyst sér í slíka langferð. Augljóst var af fréttinni að fréttastofa Íslenska Ríkissjónvarpsins harmaði það mjög að Nelson Mandela skyldi ekki hafa haft heilsu til að mæta í sitt eigið afmæli. 

Er nokkur furða þótt maður velti stundum fyrir sér hvar maður er staddur?

Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Sigurðsson

Höfundur

Baldur Sigurðsson
Baldur Sigurðsson
Höfundur er áhugamaður um fluguveiði, hjólreiðar, kveðskap, íslenskt mál og íslenskt hugarfar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 261

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband