Bjarnargreiði

Ljót var sú frétt að Íslendingar hefðu aflífað bjarndýr sem hingað barst fyrir skömmu. Vissulega er ekkert gamanmál að fá hvítabjörn heim á hlað til sín en þar með er ekki sagt að nauðsynlegt sé að drepa þessar sjaldgæfu konungsgersemar hvenær sem færi gefst. Í okkar auðuga samfélagi eiga að vera til öll ráð og tæki til að vernda líf og limi þeirra sem fá björninn í heimsókn og jafnframt til að ná dýrinu lifandi. Úti um allan heim eru dýragarðar með menn á sínum snærum sem hafa atvinnu sína af því að fást við villidýr, án þess að drepa þau. Benda má á að Grænlendingar hafa mikla reynslu af að fanga hvítabirni og hví ekki að fá menn frá Kúlúsúk til að leggja á ráðin? Það getur varla verið svo flókið. 

Sá björn sem nú sefur í æðarvarpinu að Hrauni á Skaga gefur okkur tækifæri til að bæta fyrir þá þjóðarskömm að hafa drepið bjarndýrið um daginn.  Gefum honum líf!

Baldur Sigurðsson

 


mbl.is „Allt í biðstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldur Sigurðsson

Höfundur

Baldur Sigurðsson
Baldur Sigurðsson
Höfundur er áhugamaður um fluguveiði, hjólreiðar, kveðskap, íslenskt mál og íslenskt hugarfar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 303

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband